Lestrarsprettur Lubba

Við hér í Fossakoti viljum þakka fyrir glimrandi góða þátttöku í lestrarspretti Lubba. Það er alltaf gaman þegar heimili og skóli taka höndum saman í mikilvægum verkefnum eins og að styrkja málvitund barna. Með því að lesa á hverjum degi með börnunum ykkar gefið þið þeim ómetanlegt fararnesti út í lífið.

Við hlökkum til að endurtaka leikinn næstu önn.

Við látum mynd fylgja með þar sem sjá má hvernig Lubbi trónir montinn á toppnum á jólabeinatrénu sínu 🙂