Starfsdegi frestað

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta starfsdeginum okkar sem átti að vera á föstudaginn næsta 7. janúar.

Leikskólinn verður því opinn á föstudaginn 7. janúar og áætlað að leikskólastarfið verði hefðbundum hætti.

Ástæða þess er að nú störfum við mikið hólfaskipt og teljum við óábyrgt að blanda öllu starfsfólki saman þar sem skipulag starfsdagsins okkar býður ekki upp á hólfaskiptingu, þá er einnig hluti starfsfólks í einangrun og sóttkví.

Áætlað er að starfsdagurinn verði föstudaginn 4. febrúar nk. svo gott er að gera ráðstafanir í tíma þar sem þann dag verður leikskólinn lokaður.