Sumarfrí

Kæru fjölskyldur.

Í dag er síðasti dagurinn okkar fyrir sumarfrí.
Við vonum að þið njótið samverustunda og sólríkra daga næstu vikur.

Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 10. ágúst kl 9:00

Gleðilegt sumar.

Starfsdagur

Við minnum á starfsdaginn okkar sem er föstudaginn 8.sept.
Þann dag er leikskólinn lokaður.

Sumarhátíð barnanna

Á fimmtudaginn næsta, þann 22. júní, verður sumarhátíð Fossakots haldin. Þá verður heldur betur fjör hjá okkur í leikskólanum, það verða pylsur í hádegismat, hoppukastalafjör og Leikhópurinn Lotta mun kíkja í heimsókn til okkar í boði foreldrafélagsins. Við hlökkum mikið til að skemmta okkur saman.

Sumarhátíðin okkar er foreldralaus skemmtun. 

Blær opnar lífsgildi

Í dag, 5. maí sneri Blær við öðru laufblaði á lífsgildatrénu okkar og í ljós kom kurteisi.

Kurteisi er að hlusta á aðra og ekki grípa fram í, hún sýnir öðrum að það sem þeir hafa að segja er okkur þýðingarmikið og jafn mikilvægt og það sem við höfum að segja. Mikilvægt er að sýna ollum einstaklingum kurteisi, þannig virðum við náungann.

Starfsdagur

Við minnum á starfsdaginn okkar, föstudaginn 19.maí
Þann dag er leikskólinn lokaður.

Gleðilegt sumar

Kæru fjölskyldur.

Við hér í Fossakoti viljum óska ykkur öllum gleðilegs sumars og um leið þakka fyrir ánægjulegt samskipti á skólaárinu sem er nú brátt á enda komið.

Við hlökkum til að taka á móti sumrinum með börnunum ykkar, með sól í hjarta og bros á vör.

Páskakveðja

Kæru fjölskyldur.

Við í Fossakoti sendum ykkur öllum hlýjar páskakveðjur og vonum að þið eigið saman góðar stundir í fríinu.

Leikskólinn er lokaður á skírdag, föstudaginn langa og annan páskum.

-Sjáumst hress þann 11.apríl

Blær opnar lífsgildi

Í dag, 3. mars sneri Blær við öðru laufblaði á lífgildatrénu okkar og í ljós kom virðing.

Allir eiga skilið að njóta virðingar. Virðing felur í sér að virða reglur heima, í skólanum og annars staðar. Virðing býður upp á lýðræðisleg vinnurögð þar sem allir geta tjáð skoðanir sína óhræddir. Að sýna virðingu felur einnig í sér sjálfsvirðingu. Tal og framkoma sem einkennist af virðingu veitir fólki þá reisn sem því ber.

Öskudagurinn

Á morgun, miðvikudag, er öskudagurinn. Þá mega þau börn sem vilja koma í búningum, náttfötum eða kósýgalla. Það er nú bara þannig að það er misjafnt eftir börnum hvort þau vilji vera í búningum eða ekki á þessum degi. Það sem mestu skiptir er að þeim líði vel og skemmti sér með vinum sínum.

Dagur leikskólans

Dagurinn 6. febrúar er merkisdagur í sögu íslenskra leikskóla því árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samök.

Þennan dag er vakin sérstök athygli á leikskólastiginu, hlutdeild þess í menntakefinu og samfélagslegu gildi fyrir atvinnulíf og fjölskyldur í landinu.

Við höldum daginn hátíðlegan með það að leiðarljósi að efla almenna umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara.