Aðlögun

Að byrja á leikskóla er ný reynsla fyrir barnið og foreldra þess. Allt er ókunnugt og því mikilvægt að staðið sé vel að verki þegar kemur að aðlögun.
Á meðan á aðlögun stendur er gott að foreldrar kynnist starfsfólki deildarinnar og starfi leikskólans.
Með því er lagður góður grunnur að framtíðinni.
Aðlögun tekur nokkra daga og miðasta fjöldi þeirra alltaf við barnið sjálft, aðlögunardagar eru samt sem áður aldrei færri en fimm og hver degur hefur ákveðinn tilgang.
Dagur 1: Barnið kemur í heimsókn ásamt forledrum sínu klukkan 9:30 og staldrar við í 40 mínútur.
Barnið er kynnt fyrir aðlögunaraðila sínum og skoða deildina.
Foreldrar undirrita dvalarsamning og fylla út upplýsingar um barnið.
Forledrar eru með barninu allan tímann fyrsta daginn.
Dagur 2: Barnið kemur í heimsókn á sama tíma og dvelur í 45 mínútur.
Foreldrum er boðið að fara inn á kaffistofu á meðan barnið leikur sér og kynnist deildinni sinni.
Dagur 3: Barnið kemur í skólann en aðlögunaraðili segir til um tímasetningu. Foreldrar skreppa frá.
Dagur 4: Barnið kemur í skólann en aðlögunaraðili segir til um tímasetningu.
Barnið borðar hádegismat og tekur jafnvel hvíld ef vel gengur.
Dagur 5-7: Nú lengist fjarverutími foreldra. Barnið dvelur þó ekki lengur en til 15:00 þessa daga
Hafa ber í huga að þetta er aðeins til viðmiðunar.