Stórakot

Stórakot er deild fyrir elstu börnin. Á Stórakoti eru börn á bilinu þriggja til sex ára eftir því hvaða tími árs er. Börnin fara í TRAS-stund, hópastarf, lýðræðisstund en skólahópur í skólastund.

Á Stórakoti er skólahópur sem fer í skólastundir sem undirbúningur fyrir grunnskóla. Í skólahópi eru börn sem eru á síðasta ári leikskólans. Skólastundirnar eru að jafnaði þrisvar í viku. Þau læra um bókstafina, tölustafina o.fl. Hinum börnunum er aldursskipt í tvo hópa og fara einu sinni í viku í TRAS-vinnustundir, einu sinni í viku í hópastarf og einu sinni í lýðræðisstund með sínum hópi.

TRAS-vinnustundir eru málörvunarstundir sem hópurinn á í rólegheitum með sínum hópstjóra. TRAS (Tidlig Registrering Av Språkudvikling) er skráning á málþroska sem grundvallast á markvissum athugunum í daglegum samskiptum við barnið. Prófið er byggt á fræðilegum grunni, þar sem leitast er við að svara spurningum sem byggðar eru á niðurstöðum þekkta atferlis- og málþroskakvarða.

Í hópastarfinu er unnið með þemu á alls kyns hátt, til dæmis: Ég og leikskólinn, fjölskyldan mín, líkaminn minn og skynfærin, matarræði, hreyfing, heilsa og fleira.

Í lýðræðisstundum fá börnin algjört frelsi við að velja sér efnivið í leik og rými til hans. Þetta er gert til að koma til móts við lýðræði barnanna og réttindi sem oft reynist erfitt að mæta í stórum hóp á einni deild.

Einnig er reynt að fara í útiveru eins oft og veður leyfir.