Hópastarf

Á öllum deildum leikskólans er börnum skipt upp í minni hópa eftir aldri og getu og á hver hópur sinn hópstjóra, þessi hópaskipting auðveldar okkur yfirsýn og eykur öryggistilfinningu barnanna. Við höfum lært og erum sannfærð um að börn sem eru saman í hóp læra að þekkja hvort annað og treysta hvort öðru, það er grundvöllur fyrir góðu samstarfi, traustri vináttu og aukinni öryggistilfinningu

 Á eldri deildum leikskólans er unnið með það sem kallast hópastarf, þ.e. þemastarf í þessum hópum. Þemun eru mörg og fjölbreytt en þar má meðal annars nefna Leikskólinn minn, Vinátta og samskipti, Tilfinningar, Líkaminn minn, Hreyfing og hreysti, Húsdýrin og fleira.

Þegar unnið er með þema er miðað að því að víkka orðaforða barnanna,  að Þegar unnið er með þema er miðað að því að víkka orðaforða barnanna, að þau læri ýmislegt tengt þemanu, föndri hluti, ræði um, lesi bækur og syngi lög. Hópastarfið í leikskólanum okkar snýst um upplifun og að læra að reynslunni. Þess vegna fylgir ekki endiega föndur hverju þema heldur einbeitum við okkur að upplifunni í staðinn fyrir afurðinni