Lubbi finnur málbein

Málstarf

Rík áhersla er lögð á málstarf á öllum deildum leikskólans og er unnið að því að dýpka orðaforða og skilning barnanna í daglegu starfi með markvissum leiðum málörvunar, bókalestri, vísum, þulum, söng og leik.

Lubbi

Um leið og barn hefur leikskólagöngu sína er unnið með kennsluefnið „Lubbi finnur málbeinið“ í skipulögðum Lubbastundum sem fara fram einu sinni í viku. Í þeim syngja börnin um málhljóðin með Lubba, en hver deild hefur til umráða sinn eigin Lubba-bangsa sem nýttur er í þessum stundum. Í bókinni um Lubba er hvert hljóð táknað með litlum og stórum bókstaf. Unnið er með hljóðin í þrívídd þ.e. sjónskyn, heyrnaskyn og hreyfi- og snertiskyn. Með því er verið að æfa börnin í að tileinka sér íslensku málhljóðin og brúa bilið milli stafs og hljóðs sem að lokum kemur börnum á sporið í lestri og ritun. Lubbaefnið gefur færi á ótal skemmtilegum og fjölbreyttum leikjum sem ýta undir hljóðanám, stafa-hljóðaþekkingu, hljóðavitund og fleiri undirstöðuþætti fyrir lestrarnám.


Hér er hægt að kynnast Lubba enn betur