TRAS-málörvun

Málstarf

Rík áhersla er lögð á málstarf á öllum deildum leikskólans og er unnið að því að dýpka orðaforða og skilning barnanna í daglegu starfi með markvissum leiðum málörvunar, bókalestri, vísum, þulum, söng og leik.

TRAS

TRAS (n: Tidlig registrering af språkudvikling), er skráningarlisti til notkunar fyrir leikskólakennara til að fylgjast með máltöku tveggja til fimm ára barna. Listinn er upprunalega kominn frá sérfræðingum við norskan háskóla og sérkennslustofnanir og er notkun hans nú orðin útbreidd á Norðurlöndum. Góður málþroski skiptir miklu máli fyrir andlegan þroska barna, félagslega líðan og seinni lestrartileinkun. Með TRAS skráningunni er hægt að skima eftir frávikum í mál- og félagsþroska barnanna með fyrirbyggjandi íhlutun í huga.

Á eldri deildum leikskólans er unnið með málþroskann í víðari skilningi og er þá félagsþroskinn efldur um leið. Leikskólinn vinnur með skráningarlistann TRAS og út frá honum hefur verið skipulagt málstarf þar sem unnið er með framburð, orðaforða, setningamyndun, athygli, einbeitingu, samleik, félagsfærni, málskilning og málvitund. Öll börn fara í svokallaðar TRAS – vinnustundir einu sinni í viku þar sem þau fá þjálfun í þessum þáttum í gegnum leik og spil. Eftir að henni lýkur skráir starfsmaður þroskaframfarir allra barnanna. Þannig eru gerða skráningar á öllum börnum einu sinni í viku.

Tras-stundir eru notalegar, skemmtilegar og fullar af fjöri